Skip to main content

Sauðamjólkurvörur

Sauðamjólk er ein næringarríkasta mjólk heims. Hægt er að nota hana í bragðmiklar og sætar vörur á sama hátt og kúamjólk.
Við höfum því skapað þrjár mismunandi vörulínur úr sauðamjólkinni: ferskost, konfekt og ís. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þessar vörur.


SAUÐAOSTUR

Árið 2019 kom fyrsta varan okkar á markað, sauðaostur gerður eftir fetauppskrift í kryddlegi.

Feta nafnið er upprunavottað og má aðeins nota á grískan ost, þar sem feta er uppruninn. Fetaostur er upphaflega gerður úr sauðamjólk eða blöndu af sauða- og geitamjólk. Þar sem nafnið er upprunavottað getum við ekki notað það á ostinn okkar. Við fylgjum hins vegar alfarið uppskriftum að grískum fetaosti og bjóðum því upp á eina fetaostinn í heiminum úr íslenskri sauðamjólk.

Ostarnir eru bragðmiklir, mjúkir og bráðna í munni. Við setjum þá í olíu með tveimur mismunandi kryddblöndum. Hægt er að nota ostinn okkar í salat, til að smyrja á brauð, í forrétt með ólífum og kexi eða bara beint upp úr krukkunni.

Við búum til ostana á haustin því mjólk frá þeim tíma er bæði bragðmikil og inniheldur hærra hlutfall þurrefna.

SAUÐAOSTUR Í KRYDDDOLÍU

með chili, hvítlauk og rósmarín

SAUÐAOSTUR Í KRYDDDOLÍU

með rósapipar, hvítlauk & rósmarín

SAUÐAMJÓLKUR-KONFEKT

SAUÐAMJÓLKURKONFEKT

Konfektið okkar er búið til úr mysu sem fellur til við ostagerðina. Við notum mysuna í karamellufyllingu í molana. Þegar karamellan hefur harðnað og tekið á sig lögun dýfum við sérhverjum mola í hágæða belgískt súkkulaði til að hjúpa hana. Síðast skreytum við molana með meira súkkulaði.

Við handpökkum konfektinu okkar af kostgæfni í þrjár mismunandi stærðir af öskjum. Hægt er að fá 4 eða 9 molar í gjafaöskju úr pappa. Stærsta askjan er sérstök gjafaskja, gerð úr lerki úr Víðivallaskógi í sveitinni okkar af smið sem þar býr. Hver askja er því einstök og hægt að endurnýta sem pennaveski, geymslu fyrir prjóna eða skartgripi því ekkert prentverk er á öskjunum.

Konfektið er tilvalið sem tækifærisgjöf eða á góðri stund með kaffi eða te.

Þetta er þurrvara og geymist best á kuldum stað en ekki í ískáp.

Sauðamjólkurís

Sumargullið okkar.

Sauðamjólkurísinn okkar er framleitt að sumri til úr vormjólk sem er náttúrulega sætt í bragð. Við ísgerðina notum við aðeins hágæða hráefni. Þegar hægt er notum við hráefni úr nærumhverfinu, svo sem rabarbara úr garðinum okkar.

Tilbúin bragð-, rotvarnar-, eða litarefni eiga ekkert skylt við ísinn okkar oh þú mund skilja innihaldslýsinguna á einfaldan hátt.

Finnið muninn og komið og smakkið ísinn okkar í matarvagninum við Hengifoss á sumrin.

Bragðtegundir

Bláberja

Rabbabara